Spennandi breytingar á 3ju hæð Kringlunnar
Gestir Kringlunnar hafa vafalaust tekið eftir miklum framkvæmdum sem eru í gangi á 3ju hæð hússins.
Breytingar, sem hófust fyrir 2 árum, miða að því að leggja alla hæðina undir afþreyingu, mat og skemmtun fyrir börn og fullorðna.
Svæðið, sem er alls um 7 þúsund fermetrar, fær lengdan opnunartíma en mun að sjálfsögðu áfram þjóna gestum á opnunartíma verslana.
Kringlan er eitt helsta verslunarsvæði landsins og með þessari breytingu viljum við mæta breyttum þörfum viðskiptavina og verða um leið helsti áfangastaður landsins í mat og afþreyingu.
Eitt af helstu markmiðum breytinganna er að þriðja hæðin verði áfangastaður sem sé óháður opnunartíma Kringlunnar. Svæðið verður opið lengur en verslanir og gestir veitinga- og afþreyingarsvæðisins því ekki bundnir af opnunartíma þeirra. Nóg er af bílastæðum, ekki síst eftir að verslunarrýmið lokar seinni partinn.
Lengri opnun á hæðinni gefur þeim kvöldgestum sem eru á leið í leikhús eða bíó, fjölbreyttan valkost í mat og drykk fyrir sýningar. Nýja 3ja hæðin verður opnuð innan í nóvember. Við hlökkum til að bjóða þér í heimsókn á nýtt og stórglæsilegt svæði. Um leið biðjumst við velvirðingar vegna raskana sem framkvæmdir hafa valdið.
Viðskiptablaðið fjallar nánar um breytingarnar sem standa yfir auk þess sem rætt er við framkvæmdastjóra Kringlunnar.