Húrra Reykjavík opnar í Kringlunni!
Húrra Reykjavík opnar verslun í Kringlunni á næstu vikum. Verslunin verður staðsett á 2.hæð þar sem Nespresso var áður staðsett.
Vöruframboðið verður glæsilegt og verða ákveðnar vörur og vörumerki í boði sem aðrar verslanir á Íslandi bjóða ekki upp á. Þar er hægt að nefna sérstakar týpur af skóm frá Adidas, Nike, New Balance, Salomon, Mizuno & Birkenstock svo dæmi séu tekin. Stone Island, Norse Projects, Blanche, Brutta Golf, Sporty & Rich og Won Hundred eru svo dæmi um vörumerki sem fást hvergi annars staðar á landinu en í Kringlunni.
Þrívíddarteikningar af versluninni frá HAF Studio. Ljósmyndir/HAF Studio