Útgáfupartí Orra óstöðvandi!
ÚTGÁFUPARTÝ Á BLÓMATORGI !
HAPPDRÆTTI, SALA Á FATNAÐI OG BÓKUM, KAKA & ÁRITUN
Laugardaginn 23.nóvember kl. 13:00 mun Bjarni Fritzson taka þig í ferðalag inn í heim Orra óstöðvandi og uppljóstra öllum helstu leyndardómum bókaflokksins. Bjarni mun svo lesa valinn kafla upp úr jólabókinni og árita bækurnar fyrir gesti og gangandi.
Þar sem Orri óstöðvandi: Heimsfrægur á Íslandi og Ævintýri Orra og Möggu bækurnar eru að koma til byggða rétt í tíma fyrir jólabókaflóðið, þá verður haldið RISA ÓSTÖÐVANDI útgáfupartí í miðri Kringlunni 23. nóv kl 13:00.
Frumflutt verður nýja Orra óstöðvandi lagið og frumsýna nýju Óstöðvandi gallana. Jólahappdrættið og bíómiðaleitin verður á sínum stað. Ógnarstóra Orra óstöðvandi kakan verður stærri en í fyrra og svo verður að sjálfsögðu hægt að vinna nýja búninginn hennar Möggu Messi í halda á lofti keppninni. Bjarni mun lesa vel valin brot úr bókunum og árita fram á nótt. Nýjustu bækurnar verða að sjálfsögðu seldar á staðnum á sannkölluðu partý-verði.
Jólahappdrættið verður að sjálfsögðu á sínum stað með mörgum glæsilegum vinningum og Doddi teiknari Orra óstöðvandi bókanna mætir á svæðið og kennir krökkunum að teikna karakterana.
Verið hjartanlega velkomin