Gjafakort Kringlunnar

Fullkomin tækifærisgjöf handa vini eða ættingja. Nánar

Borgarbókasafn Reykjavíkur

Borgarbókasafn - Menningarhús Kringlunni

Staðsetning Borgarbókasafnsins er í viðbyggingu sem tengir saman Kringluna og Borgarleikhúsið. Reglulega er í boði upplestur og aðrar uppákomur sem tengjast bókum, lestri eða menningu í safninu auk fastra liða.

Safnið

Bókasafnið var opnað í viðbyggingu sem tengir saman Kringluna og Borgarleikhúsið þann 27. október 2001. Húsnæðið er 740 fermetrar á einni hæð. Safnkosturinn er fjölbreyttur, um 65.000 eintök. Auk bóka og tímarita fyrir alla aldurshópa eru til útláns í safninu hljóðbækur, tungumálanámskeið, margmiðlunarefni, teiknimyndasögur, tónlistardiskar, myndbönd og Dvd myndir. Safnið leggur sérstaka áherslu á leikbókmenntir og efni sem tengist leiklist og leikhúsvinnu. Einnig er úrval bóka um kvikmyndir og dans.

Þjónustan

Upplýsingaþjónusta er veitt í safninu. Með hjálp starfsmanna hennar geta gestir fengið aðgang að ýmsum gagnagrunnum, bæði innlendum og erlendum. Hægt er að panta sögustundir og safnkynningar fyrir hópa. Gestir safnsins hafa aðgang að nettengdum tölvum gegn vægu gjaldi. Einnig er heitur reitur fyrir gesti sem kjósa að nota eigin fartölvur.

Aðstaða og aðgengi

Þægileg aðstaða er á safninu fyrir gesti til að lesa dagblöð og annað áhugavert efni og boðið er upp á kaffi.

Góð aðstaða er einnig fyrir hreyfihamlaða í safninu og aðgengi að húsinu gott af neðra bílaplani Kringlunnar við Borgarleikhúsið. Strætisvagnaferðir að Kringlunni eru greiðar og viðkomustaðir strætisvagnaleiða S3, og S6 eru við Miklubraut. S1 og S2 stansa við Kringlumýrabraut og 13 og 14 við Borgarleikhúsið.

Frekari upplýsingar um þjónustu og dagskrá má finna á vef Borgarbókasafns

Opnunartímar

Mán. - fim. 10:00 - 18:30
Föstudaga 11:00 - 18:30
Lau. og sun.* 13:00 - 17:00

* Lokað er alla sunnudaga frá júní - ágúst

Um Kringluna

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 170 verslanir, veitingastaðir, kvikmyndahús, leikhús. Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

Kringlan
Kringlunni 4-12
103 Reykjavík

Sími: 517 9000
Fax: 517 9010
kringlan@kringlan.is

Samfélagsmiðlar

Facebook Instagram Twitter

© 2013-2016 Kringlan  •  Allur réttur áskilinn