Gjafakort Kringlunnar

Fullkomin tækifærisgjöf handa vini eða ættingja. Nánar

Hreiðrið

Notaleg aðstaða fyrir fjölskyldur með ungabörn

Hreiðrið er notaleg aðstaða fyrir foreldra með ungabörn. Þar er hægt að sinna þeim í ró og næði í þægilegu umhverfi.

Í Hreiðrinu er alltaf hlýleg stemning og notalegt andrúmsloft til þess að sinna allra yngstu kynslóðinni og öllu því sem henni fylgir. Boðið er upp á góða skiptiaðstöðu, þægilega sófa og stóla til brjóstagjafa. Stóru systkinunum ætti ekki að leiðast enda leikföng, fiskabúr og fleira skemmtilegt til þess að dunda við á meðan athygli foreldrana beinist að þeim yngri.

Hreiðrið er staðsett á 3.hæð fyrir ofan Hagkaup. Á sömu hæð, hjá öryggisgæslu, má fá aðgangskort að aðstöðunni.

Hreiðrið er opið á auglýstum opnunartíma Kringlunnar.

Við hlökkum til að fá ykkur öll í heimsókn!

Hreiðrið er staðsett á 3. hæð Kringlunnar fyrir ofan Hagkaup.

Það er oft gott að komast úr erlinum í ró og næði til þess að sinna börnunum, gefa að drekka og skipta á þeim.

Um Kringluna

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 170 verslanir, veitingastaðir, kvikmyndahús, leikhús. Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

Kringlan
Kringlunni 4-12
103 Reykjavík

Sími: 517 9000
Fax: 517 9010
kringlan@kringlan.is

Samfélagsmiðlar

Facebook Instagram Twitter

© 2013-2016 Kringlan  •  Allur réttur áskilinn